Innlent

Reykjavíkurborg kaupir Varmadal á Kjalarnesi

Atli Ísleifsson skrifar
Reykjavíkurborg hefur fest kaup á 165 hektara svæði af jörðinni Varmadal á Kjalarnesi.
Reykjavíkurborg hefur fest kaup á 165 hektara svæði af jörðinni Varmadal á Kjalarnesi. Mynd/Reykjavíkurborg
Reykjavíkurborg hefur fest kaup á 165 hektara svæði af jörðinni Varmadal á Kjalarnesi. Kaupverðið er 312 milljónir króna og er seljandi Landey ehf.

Í tilkynningu frá borginni segir að svæðið þyki henta vel fyrir atvinnustarfsemi eins og til dæmis rekstur gagnavers þar sem tengivirki Landsnets er stutt frá.

Borgarstjóri greindi frá málinu á opnum fundi um fjárfestingu sem haldinn var í Ráðhúsi Reykjavíkur um miðjan apríl. Nú hefur verið gengið frá kaupum og er vinna við deiliskipulag að hefjast.

Úr kynningu borgarstjóra. Hugmynd að nýtingu lóða í Varmadal ofan Esjumela.Mynd/Reykjavíkurborg



Fleiri fréttir

Sjá meira


×