Innlent

Reykjavík síðdegis: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson hefur gegnt embætti forseta Íslands frá árinu 1996.
Ólafur Ragnar Grímsson hefur gegnt embætti forseta Íslands frá árinu 1996. Vísir/Valli
Kosningu hlustenda útvarpsþáttarins Reykjavík síðdegis á Bylgjunni um hvern Íslendingar vilja sjá sem næsta forseta Íslands lýkur í dag. Fjölmargir hafa þegar greitt atkvæði en kosningu lýkur síðdegis.

Kosningin gæti ekki verið með einfaldara móti. Með því að smella á linkinn að neðan fara lesendur Vísis og hlustendur Bylgjunnar á undirsíðu þar sem rita þarf nafn þess sem fólki líst vel á og ýta á Submit.

Strákarnir í Reykjavík Síðdegis munu svo taka saman lista yfir þá sem fá flest atkvæði og kosið á nýjan leik á milli þeirra. Þannig ætti að fást nokkuð góð mynd á þá sem Íslendingar telja álitlega forseta.

Smellið hér til að kjósa.

Reykjavík Síðdegis er í loftinu alla virka daga frá klukkan 16 til 18:30 á Bylgjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×