Viðskipti innlent

Reykjaneshöfn hefur viku til að komast hjá greiðslufalli

ingvar haraldsson skrifar
Reykjaneshöfn á í alvarlegum rekstarerfiðleikum.
Reykjaneshöfn á í alvarlegum rekstarerfiðleikum. vísir/gva
Reykjaneshöfn mun að óbreyttu lenda í greiðslufalli þann 15. október þegar afborganir að skuldum hafnarinnar eru á gjalddaga.

Höfnin óskaði þann eftir fé frá Reykjanesbæ vegna til að geta staðið við skuldbindingar sínar. Því hafnaði bæjarráð Reykjanesbæjar á fundi í dag þar sem bærinn á sjálfur í viðræðum við kröfuhafa um endurskipulagningu skulda. Reykjanesbær er á ábyrgð fyrir skuldum Reykjaneshafnar.

„Því er ljóst að til greiðslufalls á skuldbindingum Reykjaneshafnar mun koma að óbreyttu þann 15. október næstkomandi,“ segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands.

Vegna þessa hefur hafnarstjórn Reykjaneshafnar óskað eftir greiðslufresti og kyrrstöðutímabil frá kröfuhöfum til 30. nóvember. Þá hefur verið boðaða til kröfuhafafundar þann 14. október.  

Eigið fé Reykjaneshafnar er neikvætt um 4,5 milljarða króna og uppsafnað tap fyrirtækisins frá árinu 2006 nemur 3,8 milljörðum króna.

Reykjanesbær hefur átt í viðræðum kröfuhafa um endurskipulagningu skuldbindinga bæjarfélagsins. Viðræðurnar standa enn yfir og taka mið af því að skuldaviðmið sveitarfélagsins verði komið niður fyrir lögbundið hámark í árslok 2022 samkvæmt tilkynningu frá bænum til Kauphallar Íslands.

Náist ekki samningar við kröfuhafa verður samkvæmt sveitastjórnarlögum óskað eftir því að bæjarfélaginu verði skipuð fjárhagsstjórn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×