Innlent

Reyk lagði frá skipi við Grandabryggju: Slökkvilið dældi sjó í skipið til að rétta það af

Atli Ísleifsson skrifar
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út fyrr í kvöld.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út fyrr í kvöld. Mynd/Magnús Þór Hafsteinsson
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að svartan reyk lagði frá bát við Grandabryggju í Reykjavík um klukkan 19 í kvöld.

Stefán Kristinsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að sjór hafi farið í ljósavél bátsins og hún gefið frá sér svartan reyk.

„Skipið hallar töluvert og höfum við þurft að dæla sjó í skipið til að rétta það af. Við erum alls ekki vanir þessu. Við erum vanir því að dæla sjó úr skipum þannig að þetta er eitthvað nýtt fyrir okkur.“

Magnús Þór Hafsteinsson, blaðamaður á Skessuhorni, birti myndbönd sem hann tók á Grandabryggju fyrr í kvöld á Facebook-síðu sinni og fékk Vísir góðfúslegt leyfi til að birta þau.

Drama í Reykjavíkurhöfn. Birtingur nær farinn á hliðina. Þið sáuð það fyrst hér.

Posted by Magnús Þór Hafsteinsson on Wednesday, 29 July 2015

Verið að dæla úr honum.

Posted by Magnús Þór Hafsteinsson on Wednesday, 29 July 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×