Enski boltinn

Reus hafnaði tilboði frá Manchester United

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Marco Reus, leikmaður Dortmund í leik á dögunum.
Marco Reus, leikmaður Dortmund í leik á dögunum. Vísir/Getty
Enrique Cerezo, forseti Atletico Madrid, greindi frá því í dag að Marco Reus, leikmaður Dortmund, hefði hafnað tilboði frá Manchester United í sumar.

Reus hefur verið orðaður við flest af stærstu liðum Evrópu í sumar en þegar hann gekk til liðs við Dortmund fyrir tveimur árum valdi hann Dortmund fram yfir fjöldan allra annarra tilboða.

Skyndilega bárust fréttir í síðustu viku að Reus væri við það að ganga til liðs við Atletico Madrid en forseti félagsins tók fyrir allt slíkt og staðfesti að hann hefði þegar hafnað Manchester United.

„Ég veit ekki hvaðan það kemur að við höfum gert tilboð í Reus. Hann er leikmaður sem við getum ekki fengið til okkar eins og staðan er. Honum var boðinn risasamningur frá Manchester United en hann sagði nei og ég get lofað ykkur því að við getum ekki gert betur,“ sagði Cerezo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×