Fótbolti

Reus frá í fjórar vikur | Missir af leiknum gegn Arsenal

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Marco Reus með sjúkraþjálfara þýska landsliðsins.
Marco Reus með sjúkraþjálfara þýska landsliðsins. Vísir/Getty
Dortmund staðfesti í dag á heimasíðu sinni að Marco Reus yrði frá næstu fjórar vikurnar eftir að hafa farið meiddur af velli í leik Þýskalands og Skotlands í gær.

Reus sem var nýkominn af stað á ný eftir að hafa meiðst stuttu fyrir Heimsmeistaramótið meiddist undir lok leiksins þegar Charlie Mulgraw tæklaði hann og tók hann samstundis um vinstri ökklann.

Reus felldi tár er hann gekk meiddur af velli á Signal Iduna Park, heimavelli Dortmund en í ljós kom í dag að hann yrði frá næstu fjórar vikurnar eftir að hafa gengist undir læknisskoðun.

Reus missir því af fyrsta leik Dortmund í Meistaradeildinni gegn Arsenal ásamt því að missa af nágrannaslagnum gegn Schalke.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×