Fótbolti

Reus enn að keyra án ökuprófs

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Þýsk yfirvöld hafa staðfest að rannsókn er hafin á ný á Marco Reus, framherja þýska liðsins Dortmund, á meintum umferðarlagabrotum hans.

Í desember kom í ljós að Reus hefði safnað sektum upp á 83 milljónir króna fyrir að hafa verið stöðvaður fyrir hraðaakstur og að aka án ökuleyfis í minnst fimm skipti síðan 2011.

Reus tók aldrei ökupróf þegar hann fékk aldur til en hafði þess í stað framvísað fölskuðu hollensku ökuskírteini þegar hann var stöðvaður af lögreglu.

Lögreglunni barst nýlega ábendingar um að Reus væri enn að keyra á þýskum þjóðvegum og hefur þýska lögreglan því gripið til aðgerða, eftir því sem fram kom í þýska blaðinu Bild í dag.

Talið er að þjálfarar hjá Dortmund, liðsfélagar og ættingjar Reus verði kölluð fyrir sem vitni í rannsókn lögreglunnar.


Tengdar fréttir

Reus framlengdi við Dortmund

Þó svo það gangi illa hjá Dortmund þá eru stjörnur liðsins til í að halda tryggð við félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×