Innlent

Réttindalaus með tvö börn í bílnum

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Barnaverndaryfirvöldum var gert viðvart um atvikið.
Barnaverndaryfirvöldum var gert viðvart um atvikið. Vísir/HARI
Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af í gær reyndist án ökuréttinda. Hann var með tvo syni sína í bílnum og var barnaverndaryfirvöldum gert viðvart um atvikið.

Þetta kemur fram í skeyti frá lögreglunni á Suðurnesjum. Þar segir jafnframt að nokkrir ökumenn hafi verið staðnir að hraðakstri en sá sem hraðast ók mældist á 134 kílómetra hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund.

Þá var karlmaður handtekinn aðfaranótt laugardags eftir að hafa brotist inn í íbúðarhúsnæði í Keflavík en hann komst inn í húsnæðið með því að brjóta rúðu. Meint amfetamín fannst í fórum hans, að því er segir í skeytinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×