Erlent

Réttarhöld í máli Breivik í beinni: Sakar norsk yfirvöld um mannréttindabrot

Atli Ísleifsson skrifar
Anders Behring Breivik drap 77 manns árið 2011.
Anders Behring Breivik drap 77 manns árið 2011. Vísir/AFP
Réttarhöld hófust í morgun í máli fjöldamorðingjans og hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik gegn norska ríkinu.

Fylgjast má með réttarhöldunum í beinni útsendingu norska ríkissjónvarpsins í spilaranum að neðan.

Breivik sakar yfirvöld um mannréttindabrot með því að halda honum í einangrun og lýsir aðstæðum sínum í fangelsinu sem pyndingum. Segir hann að stjórnvöld hafi gerst brotleg við tvenn ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu.

Breivik drap 77 manns árið 2011 í sprengingu í miðborg Óslóar og með því að skjóta alla þá sem á vegi hans urðu í Útey þar sem sumarbúðir ungliðadeildar Verkamannaflokksins fóru fram. Hinn 37 ára Breivik var dæmdur í 21 árs fangelsi árið 2012 þó að ólíklegt þykir að hann muni nokkurn tímann verða sleppt.

Réttarhöldin eru haldin í íþróttasal Skien-fangelsisins, um hundrað kílómetrum suðvestur af Ósló. Búist er við að réttarhöldin standi fram á föstudag og að Breivik muni bera vitni á morgun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×