Erlent

Réttað yfir tyrkneskum blaðamönnum fyrir luktum dyrum

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Dundar og Gul í morgun skömmu áður en úrskurðurinn var kveðinn upp.
Dundar og Gul í morgun skömmu áður en úrskurðurinn var kveðinn upp. vísir/epa
Réttarhöld yfir tveimur tyrkneskum blaðamönnum, sem ákærðir eru fyrir að hafa sagt frá ríkisleyndarmálum, munu fara fram fyrir luktum dyrum. Þetta var niðurstaða dómara í dag.

Ritstjórinn Can Dundar og Erdem Gul, af blaðinu Cumhuriyet, voru handteknir í nóvember eftir að þeir birtu frétt þess efnis að tyrkneska ríkisstjórnin hefði reynt að senda íslamistum í Sýrlandi vopn. Recep Tayyip Erdocan, forseti Tyrklands, lagði persónulega fram kæru á hendur mönnunum.

Yfir hundrað blaðamenn voru viðstaddir í dag þegar úrskurðurinn var kveðinn upp. Mannréttindasamtök og stuðningsmenn mannanna segja að mál þeirra sé prófsteinn á prentfrelsi og frelsi fjölmiðla í landinu.

Fyrr í þessum mánuði yfirtók ríkisstjórnin stærsta blað landsins, Zaman, aðeins andartökum eftir að dómari úrskurðaði í málinu. Yfir þrjátíu blaðamenn sitja í fangelsum landsins um þessar mundir vegna umfjallana sinna.

Í frétt BBC kemur fram að mennirnir tveir gætu átt von á lífstíðarfangelsisdómi verði þeir fundnir sekir.


Tengdar fréttir

Reynt að fá Tyrkland til samstarfs um lausn

Leiðtogar Evrópusambandsins hittu forsætisráðherra Tyrklands í gær. Norðurlandamærum Grikklands verður líklega lokað og stólað á að Tyrkir haldi flóttafólki innan landmæra sinna. Staðan sögð endurspegla mikilvægi Tyrklands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×