Erlent

Réttað yfir gömlum nasista

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Reinhold Hanning, 94 ára, kom fyrir rétt í gær og þykir vel ern.
Reinhold Hanning, 94 ára, kom fyrir rétt í gær og þykir vel ern. vísir/EPA
Í gær hófust í Detmold í Þýskalandi réttarhöld yfir 94 ára gömlum manni, Reinhold Henning, sem var vörður í útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz.

Þetta eru fyrstu réttarhöldin af fernum, sem búist er við að haldin verði í Þýskalandi á þessu ári, yfir öldruðum nasistum sem störfuðu í útrýmingarbúðunum.

Til skamms tíma þótti ólíklegt að hægt yrði að sakfella fólk fyrir það eitt að hafa verið vörður í útrýmingarbúðunum, ef ekki væri hægt að sýna fram á beina þátttöku í morðum á fólki.

Þetta breyttist þó 2011 þegar réttað var yfir John Demj­anjuk á þeim forsendum að hann væri sekur um að hafa tekið þátt í að halda búðunum gangandi, jafnvel þótt hann hafi aðeins verið vörður.

Demjanuk áfrýjaði dómnum en lést áður en málaferlunum lauk. Á síðasta ári var annar vörður frá Auschwitz, Oskar Groening, dæmdur sekur um aðild að 300 þúsund morðum, án þess að hafa tekið beinan þátt í þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×