Erlent

Réttað yfir Bill Cosby

Birta Björnsdóttir skrifar
Bill Cosby er ákærður fyrir að nauðga konu í Fíladelfíu fyrir tólf árum síðan. Konan var sú fyrsta sem greindi opinberlega frá ásökunum sínum á hendur Cosby, og segir hann hafa byrlað sér ólyfan áður en hann nauðgaði henni.

Í kjölfarið hafa hátt í 60 konur stigið fram og sagt Cosby hafa misnotað sig kynferðislega.

Cosby, sem hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu í þessum máli og öðrum, á yfir höfði sér tíu ára fangelsi verði hann sakfelldur.

Þó allur þessi fjöldi kvenna ásaki hann um ofbeldi er ekki líklegt að hann verði dæmdur fyrir meinta glæpi. Því ræður mis langur fyriningarfrestur slíkra mála milli ríkja í Bandaríkjunum.

Cosby, sem er 78 ára, var einn ástsælasti gamanleikarinn í bandarískju sjónvarpi um árabil og var fastagestur á sjónvarpsskjám landsmanna um árabil í þáttunum The Cosby Show.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×