Innlent

Rétt og skylt að ræða við vitni

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Lögmannafélagið hyggst breyta siðareglum sínum vegna aðfinnsla dómara í Al-Thani-málinu.
Lögmannafélagið hyggst breyta siðareglum sínum vegna aðfinnsla dómara í Al-Thani-málinu. Vísir/Daníel
Lögmannafélag Íslands ályktaði á félagsfundi nýlega að lögmanni sé rétt og geti eftir atvikum verið skylt að hafa samband við vitni í máli.

„Hafi lögmaður samskipti við vitni ber honum að gæta tillitssemi og forðast að hafa áhrif á framburð vitnis. Lögmenn sem gæta að þessu gæta faglegra vinnubragða og sem samrýmast þeim siðareglum sem gilda um störf þeirra,“ segir í ályktuninni.

Stjórn félagsins hefur samþykkt tillögu um breytingar á siðareglum félagsins þessu til staðfestingar sem síðan fer aftur fyrir félagsfund.

Aðdragandinn að ályktuninni eru aðfinnslur sem Héraðsdómur Reykjavíkur gerði við störf lögmannanna Harðar Felix Harðarsonar og Ólafs Eiríkssonar í Al-Thani-málinu svokallaða. Aðfinnslurnar sneru að fundi lögmannanna með fjórum vitnum málsins fyrir aðalmeðferð þar sem þau kynntu sér gögn málsins. Var talið að með því að ræða við vitnin fyrir aðalmeðferðina og sýna þeim sönnunargögn hefði verið farið á svig við lög og það væri til þess fallið að rýra trúverðugleika vitnanna.


Tengdar fréttir

Félög Al-Thani gjaldþrota

Fé­lög­in Q Iceland Finance ehf. og Q Iceland Holding ehf. voru útskurðuð gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Al-Thani málið: Þungir fangelsisdómar yfir Kaupþingsmönnum

Dómur var kveðinn upp í Al-Thani málinu nú rétt í þessu. Sakborningar fengu eftirtalda dóma: Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, fimm ár og hálft ár. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, fimm ár. Ólafur Ólafsson, fjárfestir, 3 og hálft ár. Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg 3 ár.

Sérstakur og Jón Óttar gefa skýrslu vegna hlerana

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að kalla skuli sérstakan saksóknara, Ólaf Þór Hauksson, og fimm aðra starfsmenn embættisins til skýrslutöku vegna hlerana í tengslum við Al-Thani málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×