Lífið

Retro Stefson-ball, Mýrarbolti og Innipúkinn um helgina

Mýrarbolti
Mýrarbolti Fréttablaðið/Vilhelm
Hinn árlegi Mýrarbolti er haldinn hátíðlegur vestur á Ísafirði nú eins og undanfarin ár.

Lífið mælir með því að sem flestir leggi leið sína vestur og verði drullugir upp fyrir haus, á einni skemmtilegustu helgi ársins.

Fyrir borgarbúa og miðbæjarrottur er ekki öll von úti, því Innipúkinn verður haldinn í Reykjavík, eftir sem áður.

Meðal þeirra sem spila eru systurnar í Sísý Ey, en búast má við miklu fjöri á hátíðinni eins og síðastliðin ár.

Hljómsveitin Retro Stefson heldur ball á Græna hattinum á Akureyri á laugardaginn, en búast má við miklu fjöri. Sveitin er þekkt fyrir líflega framkomu á sviði og ekkert verður gefið eftir að þessu sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×