Golf

Retief Goosen efstur eftir 36 holur í Kaliforníu

Retief Goosen á öðrum hring í gær.
Retief Goosen á öðrum hring í gær. Getty
Suður-Afríkumaðurinn Retief Goosen leiðir á Northern Trust Open eftir tvo hringi en hann hefur leikið fyrstu 36 holurnar á hinum krefjandi Riviera velli á sex höggum undir pari.

Ryan Moore, Justin Thomas og Graham DeLaet koma á eftir honum á fimm höggum undir pari en skor kylfinga hefur verið með hærra móti í mótinu hingað til þar sem Riviera völlurinn er langur og flatirnar harðar.

Masters meistarinn Bubba Watson á titil að verja um helgina en hann hefur farið vel af stað og er í sjötta sæti ásamt Jordan Spieth og fleirum á þremur höggum undir pari.

Þá er Spánverjinn Sergio Garcia meðal þátttakenda um helgina en hann hefur farið vel af stað og er á tveimur höggum undir pari þegar að mótið er hálfnað.

Bein útsending frá þriðja hring í kvöld hefst klukkan 22:00 á Golfstöðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×