Erlent

Repúblikanar telja að kosningunum sé hagrætt: „Dautt fólk kýs gjarnan Demókrata“

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Donald Trump lét þau orð meðal annars falla í dag að forsetakosningunum væri hagrætt, bæði af „óhreinskilnum fjölmiðlum“ sem og á kjörstöðunum sjálfum.
Donald Trump lét þau orð meðal annars falla í dag að forsetakosningunum væri hagrætt, bæði af „óhreinskilnum fjölmiðlum“ sem og á kjörstöðunum sjálfum. Vísir/Getty
Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana, er einkar duglegur við að viðra skoðanir sínar á samfélagsmiðlinum Twitter. Hann lét þau orð meðal annars falla þar í dag að forsetakosningunum væri hagrætt, bæði af „óhreinskilnum fjölmiðlum“ sem og á kjörstöðunum sjálfum. Rúmlega þrjár vikur eru til kosnina og hefur fylgi Trump dalað í síðustu könnunum.

„Kosningunum er algjörlega hagrætt af óhreinskilnum og brengluðum fjölmiðlum sem halda með óheiðarlegu Hillary – en einnig á mörgum kjörstöðum – SORGLEGT,“ sagði Trump meðal annars á Twitter í dag.

 

„Kjörstaðir loka, en trúið þið að ég hafi tapað stórum hluta kven-kjósenda vegna atburða sem GERÐUST ALDREI. Fjölmiðlar hagræða kosningum!“

 

Tim Kaine, varaforsetaefni Hillary Clinton, segir ásakanir Trump vera hræðsluáróður. Mike Pence, varaforsetaefni Trump, segir kjósendur vera þreytta á „augljósri hlutdrægni fjölmiðla,“ og sagði að vera rót þessa hugleiðinga Trump. Pence sagði einnig að Repúblikanar muni taka niðurstöðum kosninganna með reisn, hvernig sem þær fari. 

Rudy Giuliani, einn helsti ráðgjafi Trump, sagði í samtali við CNN að fólk þyrfti að vera fábjánar til að halda að sumar kosningar, til að mynda í Fíladelfíu og Chicago, yrðu sanngjarnar.

„Ég hef tekið eftir því að í þau fáu skipti sem Repúblikanar svindla... stjórna þeir ekki fátækrahverfunum jafn vel og Demókratar. Ef Repúblikanar hefðu völd yfir þeim hverfum þá myndu þeir kannski svindla jafn mikið og Demókratar,“ sagði Giuliani. „Afsakaðu. Dautt fólk kýs gjarnan Demókrata frekar en Repúblikana.“


Tengdar fréttir

Trump skorar á Clinton í lyfjapróf

Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblíkana, heldur því fram að Hillary Clinton hafi verið "uppvíruð“ þegar þau mættust í sjónvarpskappræðum í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×