Erlent

Repúblikanar líklegir til að halda meirihlutum sínum á þingi

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Getty
Repúblikanar eru nú taldir líklegir til að halda meirhluta sínum á báðum deildum bandaríska þingsins. Á undanförnum vikum höfðu demókratar farið að gæla við möguleikann á því að ná meirihluta á fulltrúadeild þingsins og jafnvel á öldungadeildinni líka. Síðustu daga hafði þó dregið verulega úr væntingum demókrata.

Fréttastofur víða um Bandaríkin hafa nú áætlað að Repúblikanaflokkurinn muni halda meirihluta sínum á fulltrúadeildinni.

Sama er upp á teningnum varðandi öldungadeildina þar sem Demókratar hafa hingað til bætt við sig einu sæti af hundrað.

Samhliða forsetakosningunum er kosið um 34 af 100 sætum á öldungadeild þingsins og öll 435 sætin á fulltrúadeild þingsins. Repúblikanar hafa verið með meirihluta í báðum deildum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×