Innlent

Rennsli úr Grímsvötnum aukist lítillega

Gissur Sigurðsson skrifar
Brúin yfir Skeiðará skemmdist mikið og brúin yfir Gígjukvísl sópaðist burt í hlaupinu 1996.
Brúin yfir Skeiðará skemmdist mikið og brúin yfir Gígjukvísl sópaðist burt í hlaupinu 1996. Fréttablaðið/ÞÖK
Rennsli úr Grímsvötnum í Vatnajökli út í Gígjukvísl hefur aðeins aukist í nótt og sömuleiðis rafleiðni í vatninu, en allt bendir þó enn til að um minni háttar jökulhlaup sé að ræða.

Einnig hefur orðið vart við jarðhræringar á svæðinu í nótt, sem bendir til vatnsrennslis undir jöklinum. Búast má við brennisteinslykt á þessum slóðum en engin hætta á þó að vera á ferðum. Mikið jökulvatn er nú í Bláfjallakvísl, sem rennur frá norðurhluta Mýrdalsjökuls.

Veðurstofan hvetur ferðafólk til að gæta varúðar og sýna aðgát þar sem vöð yfir ánna gætu verið varhugaverð. Ekki hefur þó frést af vandræðum á þessum slóðum í gærkvöldi eða nótt.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×