MÁNUDAGUR 27. MARS NÝJAST 11:30

Draumur rćttist hjá John Arne Riise á Anfield um helgina

SPORT

Renault rćđur loftflćđissérfrćđing frá Red Bull

 
Formúla 1
23:15 14. FEBRÚAR 2017
Renault gerir sér vćntanlega vonir um miklar framfarir ţegar Machin kemur til liđsins í júlí.
Renault gerir sér vćntanlega vonir um miklar framfarir ţegar Machin kemur til liđsins í júlí. VÍSIR/GETTY
Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar

Formúlu 1 lið Renault hefur ráðið Pete Machin, loftflæðissérfræðing frá Red Bull liðinu. Machini mun koma til liðs við Renault í júlí, sem yfirmaður loftflæðisdeildar liðsins.

Machin hefur verið næstum 15 ár hjá Red Bull liðinu, sem áður var Jaguar liðið. Hann var stór hluti af einokun Red Bull á heimsmeistaratitlum á árunum 2010-2013. Hann kann því sitthvað í faginu en Red Bull bíllinn hefur löngum verið talinn sá best hannaði þegar kemur að loftflæði.

„Loftflæði skiptir gríðarlegu máli í tengslum við frammistöðu bílsins. Svo það er gríðarlega stórt skref fyrir okkur að ná í Pete,“ sagði Cyril Abiteboul, liðsstjóri Renault.

„Loftflæðið er mikilvægara en áður með þeim reglugerðarbreytingum sem tóku gildi um áramótin. Machin mun því hjálpa liðinu mikið á seinni hluta tímabilsins.“

Renault hefur einnig ráðið Ciaron Pilbeam frá McLaren sem yfirkeppnisverkfræðing, eins náði liðið í Nico Hulkenberg sem ökumann fyrir komandi tímabil frá Force India.

Renault ætlar sér greinilega að komast framar í goggunarröðinni.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Formúla 1 / Renault rćđur loftflćđissérfrćđing frá Red Bull
Fara efst