Erlent

Rembast við að opna aftur birgðaleið til Aleppo

Samúel Karl Ólason skrifar
Fregnir hafa borist af miklu mannfalli hjá hernum.
Fregnir hafa borist af miklu mannfalli hjá hernum. Vísir/AFP
Sýrlenskir hermenn, studdir af loftárásum Rússa, hafa náð aftur bænum Khanaser úr haldi ISIS. Bærinn er mjög mikilvægur þar sem hann situr á einu birgðaleið stjórnarhersins til borgarinnar Aleppo, þar sem herinn sækir hart fram gegn uppreisnar- og vígahópum.

Bærinn féll fyrr í vikunni þegar vígamenn samtakanna réðust á hann á sama tíma og þér réðust á annan stað á sömu leið. Fregnir hafa borist af miklu mannfalli hjá stjórnarhernum. Bæði þegar bærinn féll og í aðgerðum við að ná honum aftur.

Sjá einnig: Hafa lokað birgðaleið hersins til Aleppo



Á miðnætti á laugardaginn er gert fyrir að vopnahlé taki gildi í Sýrlandi, en bardagar munu þó halda áfram víða í landinu. Vopnahléið nær ekki til margra samtaka eins og ISIS og Nusra Front.

Samkvæmt AP fréttaveitunni tók það herinn þrjá daga að ná Khanaser aftur en hermennirnir berjast enn til að opna birgðaleiðina.

Frá bardögum nærri Khanaser



Fleiri fréttir

Sjá meira


×