Innlent

Rektor segir fjárlagafrumvarpið mikil vonbrigði

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
440 milljónir vantar upp á kennslufjárveitingu HÍ á næsta ári skv. fjárlagafrumvarpinu.
440 milljónir vantar upp á kennslufjárveitingu HÍ á næsta ári skv. fjárlagafrumvarpinu. Vísir/Stefán
Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, segir fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar mikil vonbrigði. Það sé jákvætt að stefnt sé að hækkunum á reikniflokkum og að auknu fé verði veitt í rannsóknarsjóði. Hins vegar séu þessar hækkanir dregnar til baka með því að aftengja reiknireglu sem notuð hefur verið til að áætla fjölda ársnema í fjárlögum.

Á þetta var einnig bent í ályktun Háskólaráðs í seinustu viku. Í henni segir að það vanti 440 milljónir upp á kennslufjárveitingu til skólans á næsta ári sem samsvari því að ekki sé greitt með yfir 500 ársnemum

„Háskólanemum fjölgaði mjög mikið eftir hrun eftir hrun og Háskóli Íslands hefur kennt mörg hundruð nemendum sem ekki hefur verið greitt fyrir,“ segir Kristín.

Aðspurð hvort Háskólinn geri, líkt og ríkisstjórnin, ráð fyrir fækkun nemenda segir rektor svo ekki vera.

„Við bindum því vonir við að fjárlagafrumvarpið taki breytingum í meðförum þingsins svo Háskólinn fái nægilegt fjármagn til að sinna kennslu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×