Viðskipti innlent

Rekstur Strætó í samræmi við áætlanir

Bjarki Ármannsson skrifar
Strætisvagn við Hringbraut.
Strætisvagn við Hringbraut. Vísir/Valli
Rekstur Strætó bs. er í megindráttum í samræmi við áætlanir, en árshlutareikningur fyrirtækisins fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2014 var samþykktur af stjórn og framkvæmdastjóra á fundi stjórnar í dag. Endurskoðendur félagsins hafa kannað reikninginn.

Í fréttatilkynningu frá Strætó segir að rekstrarafgangur tímabilsins nam 112 milljónum króna,  sem er um 25 milljónum króna lægra en árið á undan. Þar segir þetta stafi fyrst og fremst af því að framlag ríkissjóðs, sem samið var um við Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í maí 2012, var skert. Framlagið fyrir árið 2014 verður 822,6 milljónir króna en hefði verið um 956 milljónir króna ef farið hefði verið eftir framangreindum samningi.

Heildartekjur Strætó bs. á fyrstu sex mánuðum ársins 2014 námu 2.490 milljónum króna. Þar af voru  fargjaldatekjur um 614 milljónum króna, sem er 25 milljónum hærra en á sama tíma 2013, eða hækkun um 4 prósent.

Rekstrargjöld námu 2.312 milljónum króna og jukust þau um 86 milljónir miðað við sama tímabil 2013 eða um 3,6 prósent.  Eigið fé 30. júní var um 1.425 milljónir en var 1.313 miljónir í árslok 2013.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×