Viðskipti innlent

Rekstrartekjur Regins 4 milljarðar á fyrstu níu mánuðum ársins

Atli Ísleifsson skrifar
Félagið er skráð í Kauphöll Íslands og var fjöldi hluthafa þann 30. september 589.
Félagið er skráð í Kauphöll Íslands og var fjöldi hluthafa þann 30. september 589. Vísir/GVA

Rekstrartekjur Regins námu 4.028 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins þar sem leigutekjur námu 3.619 milljónum króna. Hækkun leigutekna frá sama tímabili fyrra árs eru rúmlega 18 prósent.

Árshlutareikningur Regins hf. 1. janúar 2015 til 30. september 2015 var samþykktur af stjórn fyrr í dag.

Í tilkynningu frá félaginu segir að rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir hafi verið 2.645 milljónir króna, og aukist um 21% frá fyrra ári.

  • „Bókfært virði fjárfestingareigna í lok tímabils var 61.594 milljónir króna. Matsbreyting á tímabilinu var 1.583 milljónir króna.
  • Hagnaður eftir tekjuskatt nam 1.866 milljónum króna sem er aukning um 58% frá fyrra ári.
  • Handbært fé frá rekstri nam 1.555 milljónum króna.
  • Vaxtaberandi skuldir námu 38.647 milljónum króna í lok tímabilsins samanborið við 32.861 milljónum króna í árslok 2014. Meðalkjör á verðtryggðum lánum félagsins er 3,96%.
  • Eiginfjárhlutfall er 31%.
  • Hagnaður á hlut fyrir tímabilið er 1,31 en var 0,86 fyrir sama tímabil í fyrra.



Félagið er skráð í Kauphöll Íslands (NASDAQ OMX Iceland hf.), fjöldi hluthafa þann 30. september sl. voru 589,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×