Sport

Rekinn úr Muhammad Ali-skónum sínum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Skórnir sem Brown notaði í gær.
Skórnir sem Brown notaði í gær. mynd/instagram
Það er ýmislegt bannað í NFL-deildinni og skiptir meira að segja máli hvernig skóm leikmenn eru í.

Margar af stjörnum deildarinnar hafa verið að hita upp í alls konar skóm með hinum og þessum skilaboðum. Þeir hafa svo farið í hefðbundnari skó er leikurinn hefst.

Besti útherji deildarinnar, Antonio Brown hjá Pittsburgh Steelers, vildi heiðra minningu Muhammad Ali í gær með því að mæta í sérhönnuðum skóm með mynd af Ali og nokkrum af hans þekktustu línum.

Hann spilaði fyrstu tvær sóknir leiksins í gær í skónum en þurfti svo að skipta. Hann var hreinlega rekinn úr skónum.

Þetta er í fjórða sinn sem NFL-deildin skiptir sér af skóvali Brown. Í fyrstu leikviku fékk hann sekt fyrir að vera í ljósbláum skóm. Tveim vikum síðar var hann mættur í skóm í sama lit með myndum af börnunum sínum. Hann mátti ekki spila í þeim.

Í síðustu viku var hann í skóm með mynd af Arnold Palmer. Hann var líka rekinn úr þeim.

Það er sérstakur efirlitsmaður á leikjum deildarinnar sem þarf að samþykkja skó leikmanna meðal annars. Ef leikmenn hlýða ekki mega þeir ekki spila.

Hér að neðan má sjá meira af þessum umdeildu skóm sem Brown hefur verið að nota í vetur.

Sunday night vibes ! The KING !!

A photo posted by Antonio Brown (@ab) on

The four reasons I lace them up everyday #callgod #boomin

A photo posted by Antonio Brown (@ab) on

NFL

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×