Erlent

Rekin fyrir að hafa skotið kött í höfuðið með boga

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
"Fyrsta drápið mitt með ör og boga. Alla villiketti ætti að drepa með þessum hætti. Fæ væntanlega verðlaun sem dýralæknir ársins.“
"Fyrsta drápið mitt með ör og boga. Alla villiketti ætti að drepa með þessum hætti. Fæ væntanlega verðlaun sem dýralæknir ársins.“
Kristen Lindsey, bandarískur dýralæknir í Texas hefur verið rekin úr starfi eftir að hún birti mynd af sér haldandi á dauðum ketti sem hún hafði drepið með því að skjóta ör í gegnum hausinn honum. Örin var enn í dýrinu þegar myndin var tekin.

Undir myndina hafði dýralæknirinn skrifað í lauslegri þýðingu: „Fyrsta drápið mitt með ör og boga. Alla villiketti ætti að drepa með þessum hætti. Fæ væntanlega verðlaun sem dýralæknir ársins.“

Verðlaunin hlaut hún þó ekki en þess í stað ákváðu vinnuveitendur hennar að segja henni upp eftir að hafa borist þúsundir bréfa og símtala frá fólki sem var misboðið. Þá herma fregnir að umræddur köttur hafi verið í eigu eldri hjóna sem auglýstu eftir honum daginn sem Lindsey birti myndina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×