Viðskipti innlent

Reitir kaupir fasteignafélög fyrir sautján milljarða

Bjarki Ármannsson skrifar
Um er að ræða tæplega 37.500 fermetra af húsnæði, meðal annars Hótel Borg.
Um er að ræða tæplega 37.500 fermetra af húsnæði, meðal annars Hótel Borg. Vísir/Vilhelm
Reitir fasteignafélag hf. hefur ákveðið að ganga til samninga við eigendur fasteignasjóðanna SRE I slhf. og SRE II slhf. sem eru í rekstri Stefnis hf., um kaup Reita á tilteknum fasteignafélögum. Heildarvirði kaupanna er samtals 17.980 milljónir króna.

Í tilkynningu frá Reitum segir að um sé að ræða tæplega 37.500 fermetra af húsnæði, meðal annars Hótel Borg og fasteignir við Borgartún, Fiskislóð, Faxafen og Þingvallarstræti á Akureyri.

Eignasafn Reita stækkar um níu prósent í fermetrum talið með kaupunum og áætlaður rekstrarhagnaður um átján prósent, að því er segir í tilkynningunni. Kaupin verða að fullu fjármögnuð með lánsfé og yfirtöku áhvílandi skulda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×