Lífið

Reistu einbýlishús með þrívíddarprentara á einum sólahring

Magnað að sjá.
Magnað að sjá.
Fyrirtækið Apis Corp hefur hafið framleiðslu á 38 fermetra húsum sem eru reist með þrívíddarprentara.

Framleiðsluferlið er aðeins 24 klukkustundir og er kostnaðurinn aðeins tíu þúsund dollarar, eða því sem samsvarar rúmlega einni milljón íslenskra króna.

Apis Corp er með aðstöðu í verksmiðju rétt fyrir utan Moskvu en það er vefsíðan Mashable sem greinir frá þessu og deilir í leiðinni myndbandi af ferlinu á Facebook.

Húsið er hringlaga og kemur fram í myndbandinu að prentarinn noti venjulega steypu. Inni í húsinu eru fjögur herbergi og segja framleiðendur að það eigi að duga í 175 ár, og það í allskyns veðri. 

Prentarinn er færanlegur og er því hægt að fara með hann á byggingarsvæðið sjálft. Hér að neðan má sjá myndbandið sjálft.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×