Erlent

Reikna með að ISIS snúi sér að Evrópu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Stutt er síðan árás á Disneyland í Frakklandi var afstýrt.
Stutt er síðan árás á Disneyland í Frakklandi var afstýrt. Vísir/AFP
Europol hefur varað við því að hryðjuverkamenn á vegum ISIS muni í auknum mæli snúa sér að árásum í Evrópu eftir því sem þrengir að landsvæði þeirra í Sýrlandi og Írak. BBC greinir frá.

Stofnunin segir að líklegt sé að vígamenn á vegum ISIS snúi aftur til Evrópu á næstu mánuðum og að fjölmargir þeirra gætu nú þegar leynst víðsvegar um Evrópu.

Í nýrri skýrslu Europol segir að bæði sé líklegt að árásarmenn muni gera árásir á eigin vegum ,líkt og gerðist í Nice í París fyrr á árinu, eða þá að litlir hryðjuverkahópar muni láta til skarar skríða, líkt og í París á síðasta ári.

Mjög hefur þrengt að yfirráðasvæði ISIS í Sýrlandi og Írak á undanförnum mánuðum. Sótt er að hryðjuverkasamtökunum úr öllum áttum og talið er stutt í að Mosul, helsta vígi samtakanna í Írak muni falla.


Tengdar fréttir

Skipulögðu árás á Disneyland

Vígamenn sem handteknir voru í síðustu viku ætluðu að gera árásir í og við París þann 1. desember.

Svaraði kalli ISIS í Ohio

Íslamska ríkið segir námsmanninn sem ók á og stakk ellefu manns vera "hermann“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×