Erlent

Reiðir "Trump-arar“ töldu auglýsingu Amazon vera raunverulega

Samúel Karl Ólason skrifar
The Man in the High Castle á að gerast árið 1962 og fjalla um það að bandamennirnir töpuðu seinni heimsstyrjöldinni og að Þýskaland nasista og Japan stjórna Bandaríkjunum.
The Man in the High Castle á að gerast árið 1962 og fjalla um það að bandamennirnir töpuðu seinni heimsstyrjöldinni og að Þýskaland nasista og Japan stjórna Bandaríkjunum.
Nýstárleg auglýsingaherferð Amazon fyrir þættina The Man in the High Castle hefur reitt stuðningsmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna til reiði. Þættirnir eiga að gerast árið 1962 og fjalla um það að bandamennirnir töpuðu seinni heimsstyrjöldinni og að Þýskaland nasista og Japan stjórna Bandaríkjunum.

Í tilefni af útgáfu þriðju þáttaraðar The Man in the High Castle opnaði Amazon „byltingarútvarp“ á netinu í auglýsingaskyni. Þar ómuðu uppreisnarköll ímyndaðrar uppreisnar gegn nasistum í Bandaríkjunum.

#ResistanceRadio fór eins og eldur um sinu á Twitter og tóku stuðningsmenn Trump auglýsingaherferðinni alvarlega og héldu að henni væri beint gegn forsetanum.

Washington Post hefur tekið saman nokkur af tístunum sem um ræðir.

Þar má meðal annars sjá fólk tala um að andstæðingar Trump vilji frekar setja Bandaríkin á hliðina en að viðurkenna að honum hafi tekist eitthvað. Annar segir „uppreisnarliðanna“ vera fífl. Hefðbundnir fjölmiðlum hafi ekki tekist að fá Hillary Clinton í embætti forseta og því sé nú verið að reyna við útvarpið.

Auk stuðningsmanna Trump hafa andstæðingar hans gripið myllumerkið á lofti og notað það til að setja út á stuðningsmenn forsetans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×