Erlent

Reiðin kraumar enn í Ferguson

Mótmælendur í Ferguson.
Mótmælendur í Ferguson. Vísir/AP
Lögreglumenn í bænum Ferguson í Missouri beittu táragasi enn á ný gegn mótmælendum í bænum í nótt en þar hefur allt verið á suðupunkti frá því óvopnaður unglingspiltur var skotinn til bana af lögreglumanni.

Til átakanna í nótt kom skömmu eftir að Barack Obama forseti hafði biðlað til bæjarbúa um að sýna stillingu. Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna mun heimsækja bæinn, sem er í úthverfum St.Louis borgar, á miðvikudag og þar mun hann ræða við menn úr alríkislögreglunni sem rannsaka nú atvikið þegar Michael Brown var skotinn sex skotum af lögreglumanni eftir að hann hafði verið stöðvaður fyrir að ganga út á miðri götu og trufla umferð.

Ástandið í bænum er metið svo alvarlegt að þjóðvarðliðið hefur verið kallað út lögreglunni til aðstoðar og um tíma var útgöngubann í gildi í bænum á nóttunni. Því hefur nú verið aflétt. Reiðin kraumar þó enn í bænum, en íbúar hans eru að langmestu leyti svartir. Af rúmlega fimmtíu lögreglumönnum í þessum tuttugu þúsund manna bæ eru svartir lögregluþjónar þó aðeins fjórir.

Þá er fátækt mikil í bænum en um 20 prósent fjölskyldna í bænum búa undir fátæktarmörkum.

DC News FOX 5 DC WTTG

Tengdar fréttir

Lögreglan beitti táragasi í Ferguson

Lögreglan í bandaríska bænum Ferguson í Missouri beitti táragasi gegn mótmælendum í miklum átökum sem geisuðu í borginni í nótt þrátt fyrir að þar sé í gildi útgöngubann, aðra nóttina í röð.

Ólga og óeirðir í Ferguson

Mikil ólga hefur verið í bænum Ferguson í Missouri allt frá því lögreglumaður skaut átján ára pilt um síðustu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×