Viðskipti innlent

Reginn hagnaðist um tvo milljarða á fyrri hluta ársins

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Meðal eigna félagsins er Smáralind.
Meðal eigna félagsins er Smáralind. Vísir/GVA
Hagnaður Regins hf. á fyrri helmingi ársins ársins í ár nam rúmlega tveimur milljörðum króna. Þar af nam hagnaður á öðrum ársfjórðungi rúmlega 1,2 milljörðum króna. Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri Regins.

Hagnaður á öðrum ársfjórðungi tæplega tvöfaldast milli ára og sömu sögu er að segja af hagnaði á fyrri hluta ársins. Í fyrra nam hagnaður fyrri helmingsins 1,2 milljörðum en það er nánast sami hagnaður og á öðrum ársfjórðungi ársins í ár. Hagnaður á hlut nemur 1,34 milljónum.

Í yfirlýsingu frá félaginu kemur fram að afkoma á fyrri helmingi ársins hafi verið góð og í samræmi við áætlanir. Rekstrartekjur hafi verið rúmlega 3,2 milljarðar en þar af voru leigutekjur tæplega þrír milljarðar.

Eignasafn Regins samanstendur af atvinnuhúsnæði en alls á félagið um 130 eignir. Heildarfermetrafjöldi þeirra eigna er um 319.000. Meðal eigna í safninu má nefna Smáralind og Egilshöll.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×