Sport

Refsing Conor fyrir orkudrykkjakastið minnkuð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Conor er hér að fara að kasta í áttina að Diaz og félögum. Það var dýr ákvörðun.
Conor er hér að fara að kasta í áttina að Diaz og félögum. Það var dýr ákvörðun. vísir/getty
Conor McGregor áfrýjaði á sínum tíma refsingunni sem hann fékk frá íþróttasambandi Nevada þar sem hann kastaði dósum og flöskum að Nate Diaz og félögum á blaðamannafundi.

Atvikið átti sér stað þann 17. ágúst í fyrra. Conor mætti of seint á blaðamannafundinn. Er hann loksins kom steig Diaz á fætur og labbaði út. Lét hann Conor heyra það í leiðinni.

Einhverjir í föruneyti Diaz köstuðu vatnsflöskum í átt að Conor sem svaraði fyrir sig með því að kasta vatnsflöskum á móti sem og dósum af Monster-orkudrykknum.

Fyrir það fékk hann 8,3 milljón króna sekt og var skikkaður til þess að sinna 50 klukkutímum af samfélagsþjónustu.

Búið er að taka áfrýjunina fyrir og var sektin lækkuð í 2,8 milljónir króna og hann þarf aðeins að sinna 25 klukkutímum af samfélagsþjónustu.

Conor varð að ganga frá þessu máli ef hann ætlar sér að berjast við Floyd Mayweather í Las Vegas en það er sagður vera möguleiki.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×