FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ NÝJAST 10:15

Safnar fyrir útgáfu á vínylplötu

LÍFIÐ

Reed og Speith í stuði á Hawaii

 
Golf
17:15 08. JANÚAR 2016
Spieth og Reed voru í stuði í gær.
Spieth og Reed voru í stuði í gær. GETTY

Patrick Reed lék frábærlega á fyrsta hring á móti meistarana sem hófst í gær á Hawaii en hann kom inn á 65 höggum eða átta undir pari.

Reed á titil að verja eftir að hafa sigrað á mótinu í fyrra en aðeins kylfingar sem sigruðu í móti á PGA-mótaröðinni í fyrra hafa þátttökurétt í mótinu.

Leikið er á hinum fagra Plantation velli sem er par 73, sem er óvenjulegt á PGA-mótaröðinni en gefur bestu kylfingum heims fleiri sénsa á fuglum þar sem skor í gær var mjög lágt.

Reed verður að halda áfram að spila vel því besti kylfingur heims, Jordan Spieth, kom inn á 66 höggum eða sjö undir pari.

Hann er einn í öðru sæti en Brandt Snedeker og hinn högglangi J.B. Holmes koma þar á eftir á sex undir.

Mót meistarana er fyrsta alvöru mótið á PGA-mótaröðinni á árinu sem fer nú í fullan gang eftir jólafrí en það verður sýnt í beinni á Golfstöðinni alla helgina.


Deila
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIÐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesið
  • Fréttir
  • Sport
  • Viðskipti
  • Lífið
Forsíða / Sport / Golf / Reed og Speith í stuði á Hawaii
Fara efst