Innlent

Réðust að hópi fólks og höfðu uppi kynþáttaníð

Bjarki Ármannsson skrifar
Árásin átti sér stað á gatnamótum Hverfisgötu og Ingólfsstrætis.
Árásin átti sér stað á gatnamótum Hverfisgötu og Ingólfsstrætis. Vísir/Anton
Þrír menn réðust að hópi fólks á gatnamótum Hverfisgötu og Ingólfsstrætis um klukkan níu í gærkvöldi.

Að því er segir í skýrslu lögreglunnar komu mennirnir þrír akandi á bifreið og hrópuðu kynþáttaníð að fólkinu áður en þeir réðust á það. Fréttastofa RÚV segir að einn hafi verið fluttur á slysadeild eftir árásina. Mennirnir eru ekki í haldi lögreglu.

Lögregla hafði í nógu að snúast  í miðborg Reykjavíkur í nótt og handtók meðal annars mann grunaðan um líkamsárás á veitingahúsi við Austurstræti en sá sem fyrir árásinni varð er talinn fótbrotinn. Þá var maður einnig handtekinn í Bankastræti grunaður um rúðubrot og annar í Ingólfsstræti sem var í annarlegu ástandi og gat ekki sagt hvar hann ætti heima.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×