Innlent

Réðst inn á hótel við Hlemm og ætlaði inn á sturtuaðstöðu kvenna

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í nótt.
Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í nótt. Vísir/GVA
Rétt fyrir miðnætti í gær var maður handtekinn á hóteli við Hlemm en hann var ölvaður og hafði ruðst inn á hótelið. Hann komst upp á 4. hæð og var þar á leið inn á sturtuaðstöðu kvenna, það er gesta hótelsins, þar sem starfsmaður stöðvaði hann.

Þegar lögregla kom á staðinn var starfsmaður hótelsins í átökum við manninn en hann var þá handtekinn og vistaður í fangageymslu þar til hægt verður að ræða við hann.

Þá var tilkynnt um mann með ólæti við veitingastað við Laugaveg rétt um klukkan hálfellefu í gærkvöldi. Maðurinn var ofurölvi og fór ekki að fyrirmælum lögreglu. Hann var vistaður í fangageymslu lögreglu á meðan ástand hans lagast.

Um klukkan hálfsjö í gærkvöldi var tilkynnt um vinnuslys í álverinu í Straumsvík. Maður féll aftur fyrir sig og var fallhæð um það bil 1,3 metrar. Hann var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild með eymsli í hné að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Alls voru fjórir ökumenn stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×