Innlent

Réðst á konu sem gekk öfugu megin á göngustígnum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Konur á göngu í Reykjavík. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Konur á göngu í Reykjavík. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Vísir/pjetur
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í nógu að snúast um helgina, rétt eins og kollegar hennar á landsbyggðinni.

Töluvert hefur verið um innbrot og þjófnaði að undanförnu og hefur tilkynningum rignt inn hjá lögreglu.  

Þannig var tilkynnt um að minnsta kosti 3 innbrot í hús, ásamt því að garðverkfærum og húsgögnum var stolið úr garði íbúðar skömmu eftir klukkan eitt í dag. Þá var tilkynnt um mann sem grunaður var um þjófnað úr verslun eða verslunum við Laugaveg um klukkan 14:40.

Maðurinn náðist skömmu síðar og var vistaður í fangageymslu vegna ölvunar. Á manninum fannst varningur sem skilað var í verslunina og að sögn lögreglunnar verður tekin skýrsla af þjófnum þegar búið verður að renna af honum.

Lögreglan í Kópavogi og Breiðholti fékk tilkynningu um að ráðist hafi verið á konu sem var á gangi með hundinn sinn á öðrum tímanum í dag. Karlmaðurinn veittist að henni með hrindingum og spörkum.

„Kom í ljós að tilefnið var að hún hafði gengið á öfugum helmingi göngustígsins að mati mannsins,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni og bætt við að þó hafi engin meiðsl orðið á fólki eða dýrum og engar kærur lagðar fram. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×