Enski boltinn

Redknapp náði í markvörð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alex McCarthy kemur til með að berjast við Rob Green um markvarðarstöðuna hjá QPR.
Alex McCarthy kemur til með að berjast við Rob Green um markvarðarstöðuna hjá QPR. Vísir/Getty
Markvörðurinn Alex McCarthy er genginn í raðir QPR frá Reading. McCarthy skrifaði undir fjögurra ára samning við QPR sem hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Harry Redknapp, knattspyrnustjóri QPR, er ánægður með liðsaukann.

„Ég er hæstánægður að hafa fengið Alex. Hann er frábær ungur markvörður sem á framtíðina fyrir sér. Hann hefur hæfileika til að verða landsliðsmarkvörður Englands einn daginn, svo það er frábært að hafa hann innan okkar raða hjá QPR.“

McCarthy fór til Reading þegar hann var 16 ára og lék m.a. með Gylfa Þór Sigurðssyni, jafnaldra sínum, í unglingaliðum félagsins. Hann lék alls 75 leiki með aðalliði Reading.

McCarthy var alls lánaður til átta liða á meðan hann var í herbúðum Reading: Woking, Cambridge United, Team Bath, Aldershot Town, Yeovil Town, Brentford, Leeds United og Ipswich Town.

McCarthy, sem er 24 ára, lék á sínum tíma þrjá leiki fyrir U-21 árs landslið Englands. Hann var svo valinn í enska landsliðshópinn fyrir leiki gegn Írlandi og Brasilíu í maí 2013. McCarthy á þess einnig kost að spila með landsliði Írlands.


Tengdar fréttir

100.000 punda maðurinn á útleið

Svo virðist sem markvörðurinn Julio César sé á leið til Benfica á frjálsri sölu frá Queens Park Rangers.

Tottenham valtaði yfir QPR

Tottenham Hotspur fór illa með QPR í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag á heimavelli sínum í Lundúnum. Tottenham vann leikinn 4-0 og var 3-0 yfir í hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×