Enski boltinn

Redknapp hélt því leyndu að leikmenn væru að veðja á leiki

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Redknapp hefur stýrt jórdanska landsliðinu undanfarna mánuði.
Redknapp hefur stýrt jórdanska landsliðinu undanfarna mánuði. Vísir/Getty
Breski fjölmiðilinn Telegraph heldur áfram að koma upp um misferli þjálfara úr ensku úrvalsdeildinni.

Í gær kom í ljós að Harry Redknapp hefði haldið því leyndu fyrir knattspyrnusambandinu að leikmenn hans hefðu veðjað á eigin leiki.

Sam Allardyce var sagt upp störfum sem þjálfara enska landsliðsins á dögunum eftir aðeins 68 daga í starfi.

Tók hann við 400.000 punda greiðslu fyrir að aðstoða austurlenska viðskiptajöfra við að komast framhjá reglum enska knattspyrnusambandsins um félagaskipti leikmanna í gegnum þriðja aðila.

Þetta reyndist aðeins byrjunin en Jimmy Floyd Hasselbaink, stjóri QPR, Massimo Cellino, eigandi Leeds og þjálfarar úr þjálfarateymi Barnsley og Southampton hafa meðal annars verið nafngreindir hjá Telegraph.

Redknapp hefur stýrt liðum á borð við QPR, Tottenham, Southampton og West Ham í efstu deild.Vísir/Getty
Samkvæmt reglum enska knattspyrnusambandsins er leikmönnum óheimilt að veðja á eigin leiki og er knattspyrnustjórum gert að tilkynna til sambandsins ef leikmaður brýtur reglurnar.

Í samtalinu sem blaðamenn Telegraph tóku upp án vitundar Redknapp greinir hann frá því að hann vissi af því að allir leikmenn liðsins hefðu veðjað á úrslit leiks eftir að hafa séð góða stuðla.

Redknapp tekur þar fram að hann hafi ekki haft hugmynd um veðmálið fyrir leik en hann virtist gera lítið úr málinu þar sem leikmennirnir hefðu aðeins verið veðja á eigin sigur.


Tengdar fréttir

Telegraph-skjölin: Aðstoðarþjálfari Barnsley þáði mútur

The Telegraph stóð Tommy Wright, aðstoðarþjálfara Barnsley, að því að þiggja mútur. Jimmy Floyd Hasselbaink, knattspyrnustjóri QPR, og Massimo Cellino, eigandi Leeds United, eru einnig í vandræðum vegna uppljóstrana blaðsins.

Stóri Sam segist iðrast gjörða sinna

Eins og fram kom á Vísi fyrir skemmstu er Sam Allardyce hættur sem þjálfari enska landsliðsins í fótbolta. Allardyce entist aðeins 67 daga í draumastarfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×