Enski boltinn

Redknapp brjálaður vegna leikbanns Ferdinands

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Rio Ferdinand er á leið í þriggja leikja bann.
Rio Ferdinand er á leið í þriggja leikja bann. vísir/getty
Harry Redknapp, knattspyrnustjóri QPR í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, er vægast sagt reiður út í enska knattspyrnusambandið vegna þriggja leikja bannsins sem það úrskurðaði Rio Ferdinand í á miðvikudaginn.

Ferdinand svaraði dónalegum stuðningsmanni á Twitter sem sagði QPR skorta góða miðverði með því að kalla móður hans lausláta. Fyrir það fékk hann þriggja leikja bann og 25.000 punda sekt.

Redknapp skilur ekki hvernig hægt er að fá jafnlangt bann fyrir að rífast á Twitter og hættulega tveggja fóta tæklingu á vellinum, en beint rautt spjald jafngildir þriggja leikja banni.

„Hvernig getur þetta verið eins. Ég skil þetta bara ekki,“ segir Redknapp. Ef leikbanninu verður áfrýjað frestast það og þá getur Ferdinand verið með á móti Chelsea um helgina.

„Rio veit hvernig hann á að hegða sér utan vallar. Ég hef ekki hitt marga fótboltamenn sem eru betri utan sem innan vallar en Rio. Hann er algjör topp maður,“ segir Harry Redknapp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×