Enski boltinn

Redknapp: Falcao verður aðallega á bekknum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Falcao í leik með United.
Falcao í leik með United. vísir/getty
Jamie Redknapp, knattspyrnusérfræðingur Sky Sports og fyrrum leikmaður liða á borð við Liverpool, segir að Radamel Falcao, nýjasti liðsmaður Chelsea, muni sitja mestmegnis á bekknum á næsta tímabili.

Falcao var á láni hjá Manchester United frá Mónakó á síðasta tímabili og stóðst ekki væntingarnar sem til hans voru gerðar þar. Nú er hann kominn á lán til grannana í Chelsea og Redknapp segir að bekkurinn verði hans aðalstaða á næsta tímabili.

„Hann mun sitja mestmegnis á bekknum á næsta tímabili sem er hræðilegt. Ég horfði á Falcao þegar hann var hjá Atletico Madrid og hann var einn af betri framherjum sem ég hef séð,” sagði Redknapp, en hann er sérfræðingur Sky Sports.

„Nú er hann farinn til Chelsea og það sem Chelsea þarf er framherji sem verður ánægður að spila ekki, framherji sem fyllir inn í þegar það eru meiðsli. Ef þú lítur á samkeppnina hans þá er hann að berjast við Diego Costa og Costa verður alltaf á undan honum í goggunarröðinni.”

Falcao verður ekki bara að berjast við Diego Costa um framherjastöðuna hjá Chelsea því Loic Remy er einnig hjá þeim bláklæddu. Redknapp segir að áhugavert tímabil sé framundan.

„Allir stuðningsmenn Chelsea vita það. Þeir eru einnig með Loic Remy og það sem Falcao er að segja: „Ég er ánægður með að vera kominn og að vera hluti af þessum hóp,” finnst mér dálítið svekkjandi því ég held að hann sé betri leikmaður enn það.”

„Fyrir Chelsea er þetta mjög góður samningur því þeir þurfa einhvern sem getur komið inná þegar leikirnir eru jafnir, en hann mun ekki byrja marga leiki ef Costa verður heill heilsu,” sagði Redknapp að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×