Enski boltinn

Redknapp: Erfitt að eiga við Kolbein

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Harry Redknapp, knattspyrnustjóri QPR, segir að erfiðlega gangi að semja við Kolbein Sigþórsson um kaup og kjör.

Félag Kolbeins, Ajax frá Amsterdam, hefur þegar komist að samkomulagi við QPR um kaupverð sem er sagt vera fimm milljónir punda eða um 774 milljónir króna.

„Þetta virðist ætla að dragast á langinn. Við komumst að samkomulagi við Ajax um kaupverð og þetta snýst nú um að semja við drenginn. Það hefur reynst erfitt,“ sagði Redknapp í samtali við West London Sport.

„Við hittum umboðsmanninn hans - bróður hans [Andra Sigþórsson] - og náðum ekki saman. Þetta gæti þó enn gerst.“

QPR hefur einnig haft augastað á Troy Deeney, 26 ára framherja Watford sem skoraði 24 mörk fyrir félagið í ensku B-deildinni á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×