Enski boltinn

Redknapp: Ekki nógu gott hjá Mertesacker | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Martin Skrtel, miðvörður Liverpool, var hetja sinna manna í gær þegar hann skoraði jöfnunarmarkið gegn Arsenal, 2-2, með skalla eftir hornspyrnu á sjöttu mínútu í uppbótartíma.

Skrtel stökk hæst í teignum og stangaði hornspyrnu Adams Lallana í netið, en þýski miðvörðurinn Per Mertesacker hefði ef til vill getað gert eitthvað í málinu.

Þessi tæplega tveggja metra miðvörður beygði sig í teignum þannig Skrtel fékk frían skalla, en það var Jamie Redknapp, knattspyrnuspekingur Sky Sports, ekki ánægður með.

„Skalli Martins Skrtels var góður en Kieran Gibbs gerir enga tilraun til að koma sér aftur á línuna. Per Mertesacker beygir sig og kemur sér í burtu. Þið verðið að fyrirgefa mér, en þetta bara ekki nógu gott,“ skrifaði hann í pistli á vefsíðu Daily Mail eftir leikinn.

Redknapp gagnrýndi einnig varnarleik beggja liða í heild sinni og sagði þrjú af mörkunum fjórum sem skoruð voru hafa verið gjafir af hálfu andstæðinganna.

„Fyrir utan markið hjá Coutinho þá gerðu liðin of mörg mistök eins og þau hafa gert á þessari leiktíð. Það getur verið yndislegt að horfa á þessi liði, en þau fá svo auðveldlega á sig mörk.“

Öll mörkin í leiknum má sjá í myndbandinu hér að ofan, en jöfnunarmarkið má sjá betur í myndbandinu hér að neðan.


Tengdar fréttir

Brendan Rodgers: Liverpool getur náð einu af fjórum efstu sætunum

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur enn fulla trú á því að liðið geti tryggt sér Meistaradeildarsæti á þessu tímabili þrátt fyrir mikla erfiðleika á fyrri hluta tímabilsins. Liverpool náði 2-2 jafntefli á móti Arsenal í gær eftir að hafa jafnað metin í uppbótartíma.

Skrtel: Hef beðið lengi eftir markinu

Martin Skrtel, varnarmaður Liverpool, segir að hann og félagar hans hafi verið óheppnir að ná ekki stigunum þrem gegn Arsenal í hörkuleik í enska boltanum í dag. Lokatölur 2-2.

Frammistaðan betri en í fyrra

Rodgers var himinlifandi eftir jafnteflið gegn Arsenal og segir að sitt lið hafi spilað betur í ár heldur en í fyrra þegar liðið skellti Arsenal 5-1.

Phil Neville: Flamini eins og rúðuþurrka

Phil Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og Everton, leikgreindi viðureign Liverpool og Arsenal fyrir BBC en liðin gerðu 2-2 jafntefli í æsispennandi leik á Anfield í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×