Enski boltinn

Redknapp: Ef Costa hefði gert þetta á minni vakt hefði ég drepið hann

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Diego Costa var ekki til friðs í dag.
Diego Costa var ekki til friðs í dag. vísir/getty

Diego Costa hefur fengið gagnrýni úr ýmsum áttum fyrir hegðun sína í markalausu jafntefli Lundúnaliðanna Tottenham og Chelsea á White Hart Lane í dag.

Costa á að hafa neita að hita upp fyrir leikinn, en Spánverjinn byrjaði á bekknum. Þegar var svo ljóst að hann kæmi ekki inn á reif hann sig úr upphitunarvestinu og kastaði því í áttina að José Mourinho.

Meira um það atvik hér.

Mourinho sagði á blaðamannafundi eftir leik að Costa hefði notið þeirra forréttinda að vera jafn lengi í byrjunarliðinu og raun bar vitni áður en hann var settur á bekkinn. Hann skoraði aðeins sitt þriðja mark í úrvalsdeildinni á þessari leiktíð um síðustu helgi.

„Ég hef aldrei verið með leikmann sem vildi ekki fara og hita upp,“ sagði Harry Redknapp, fyrrverandi knattspyrnustjóri Tottenham, í myndveri BT Sport í dag.

„Ef einhver leikmaður í mínum búningsklefa væri í fýlu því hann væri ekki í byrjunarliðinu og myndi neita að fara út og hita upp myndi ég drepa hann,“ sagði Harry Redknapp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×