Lífið

Red Hot Chili Pep­pers heldur tón­leika í Laugar­dals­höllinni á næsta ári

Stefán Árni Pálsson skrifar
Red Hot Chili Peppers á sviðinu.
Red Hot Chili Peppers á sviðinu.
Bandaríska rokksveitin Red Hot Chili Peppers mun handa stórtónleika á Íslandi á næsta ári. Þetta hefur fréttastofa eftir áreiðanlegum heimildum. Tónleikarnir fara fram í Nýju-Laugardalshöllinni sem tekur rúmlega tíu þúsund manns. Evróputúr sveitarinnar hefst í júlí og verða tónleikarnir hér á landi næsta sumar.

Allir helstu tónleikahaldarar Íslands hafa verið í viðræðum við forsvarsmenn sveitarinnar og hafa samningaviðræður staðið yfir í langan tíma.

Ekki er ljóst hvaða tónleikahaldari stendur fyrir tónleikunum en fréttastofan hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að fjórmenningarnir Anthony Kiedis, Flea, Chad Smith og Josh Klinghoffer mæti til Reykjavíkur árið 2017. 

Red Hot Chili Peppers hefur verið ein vinsælasta hljómsveit heims í um tvo áratugi en hún var stofnuð árið 1983. Sveitin á gríðarlega marga aðdáendur og má ætla að Íslendingar verði fjölmargir á tónleikunum. 

Hér að neðan má hlusta á vinsælustu lög sveitarinnar: 

Hér að neðan má síðan sjá upptöku af stórtónleikum sveitarinnar í Slane Castle árið 2003.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×