Formúla 1

Red Bull vill vinna meira á árinu

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Christian Horner, Daniel Ricciardo og Max Verstappen rétt eftir að sá síðastnefndi vann spænska kappaksturinn.
Christian Horner, Daniel Ricciardo og Max Verstappen rétt eftir að sá síðastnefndi vann spænska kappaksturinn. Vísir/Getty
Red Bull liðið í Formúlu 1 vill vinna fleiri keppnir á árinu. Liðsstjóri Red Bull, Christian Horner segir liðið hætt að elta Ferrari. Liðið setji nú markið á Mercedes.

Red Bull liðið hefur unnið eina keppni á tímabilinu, spænska kappaksturinn. Það er þó einni meira en Ferrari.

Fyrir tveimur keppnum var forskot Ferrari á Red Bull 37 stig. Í austurríska kappakstinum náði Red Bull að minnka bilið um 13 stig og svo önnur 18 í breska kappakstrinum síðustu helgi. Bilið er því sex stig.

Horner segir vel raunhæft að taka fram úr Ferrari í heimsmeistarakeppni bílasmiða. Hann segist þess fullviss að Red Bull bíllinn sé ananr besti bíllinn á brautinni á eftir Mercedes.

Aðspurður um á hvaða sviðið Ferrari bíllinn væri betri en hans eigin bíll svaraði Horner „hvergi“.

„Við erum með afar öflugan bíl, sterka ökumenn og vélin er að taka framförum. Ég held að við höfum ekkert að óttast,“ bætti Horner við.

Komandi keppnir ættu að henta Red Bull bílnum vel að mati Horner. Eins er líklegt að þær keppnir sem Red Bull bíllinn er lakastur á séu að baki.

„Baráttan við þá [Ferrari] verður hörð það sem eftir er af tímabilinu. Það eru enn atriði sem við getum bætt og grætt þar með smá tíma en við erum raunverulega í baráttu við Mercedes á ákveðnum brautum, sem er frábært að sjá,“ sagði Horner að lokum.


Tengdar fréttir

Lewis Hamilton vann á heimavelli

Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark á Silerstone brautinni í dag. Nico Rosberg varð annar á Mercedes og Max Verstappen á Red Bull varð þriðji. Rosberg tapaði öðru sætinu til Verstappen. Hann fékk of ítarlegar upplýsingar í talstöðinni.

Bílskúrinn: Atgangurinn í Austurríki

Lewis Hamilton á Mercedes vann austurríska kapaksturinn um helgina. Keppnin var dramatísk svo ekki sé sterkar til orða tekið. Nico Rosberg hefði auðveldlega getað siglt keppninni heim með smá skynssemi.

Bílskúrinn: Spennandi síðdegi á Silverstone

Lewis Hamilton á Mercedes minnkaði forskot liðsfélaga síns í heimsmeistarakeppni ökumanna niður í eitt stig með því að vinna á heimavelli sínum, síðustu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×