Formúla 1

Red Bull brýnir hornin í Mónakó

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Daniel Ricciardo var fljótastur á æfingum í Mónakó.
Daniel Ricciardo var fljótastur á æfingum í Mónakó. Vísir/Getty
Lewis Hamilton varð fljótastur á Mercedes á fyrri æfingunni fyrir Mónakó kappaksturinn í gær, Daniel Ricciardo á Red Bull var fljótastur á seinni æfingunni.

Nico Rosberg varð annar á fyrri æfingunni á Mercedes og Sebastian Vettel á Ferrari þriðji.

Red Bull kom sér í fjórða og fimmta sæti.

Felipe Massa lenti í árekstri við varnarvegg í Ste Devote beygjunni og var sýndar öryggisbíll brúkaður. Sýndar öryggisbíllinn var aftur kallaður út þegar Esteban Gutierrez á Haas lenti í bilun.

Ricciardo var fljótastur á seinni æfingu gærdagsins.

Red Bull bíllinn var ógnar fljótur á götum Mónakó. Ricciardo var fjórum tíundu fljótari en ráspólstími síðasta árs. Ricciardo var jafnframt sex tíundu á undan næsta manni, Hamilton og níu tíundu úr sekúndu á undan Rosberg sem var þriðji. Max Verstappen á Red Bull var fjórði.

Á eftir Verstappen kom Toro Rosso tvíeykið og þar á eftir Kimi Raikkonen á Ferrari.

Williams bíllinn hentar ekki vel á þröngum götum Mónakó, Valtteri Bottas varð 14. og Felipe Massa 16. á seinni æfingunni.

Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 11:50 á Stöð 2 Sport á morgun. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 11:30 á sunnudag á Stöð 2 Sport.

Hér fyrir neðan má sjá úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.


Tengdar fréttir

Hamilton og Rosberg hreinsa loftið

Lewis Hamilton segir að loftið sé hreint eftir samræður við liðsfélaga sinn, Nico Rosberg. Ætla má að mikil spenna hafi skapast á milli ökumannanna eftir árekstur þeirra í spænska kappakstrinum.

Max Verstappen vann á Spáni

Max Verstappen á Red Bull vann sinn fyrsta kappakstur. Kimi Raikkonen varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×