Real Oviedo gleđst yfir vali Diego á Twitter-síđu sinni

 
Fótbolti
14:07 25. JANÚAR 2016
Diego Jóhannesson.
Diego Jóhannesson. MYND/TWITTER-SÍĐA REAL OVIEDO

Diego Jóhannesson er kominn í íslenska A-landsliðið í fótbolta en hann var valinn í hópinn fyrir vináttulandsleik á móti Bandaríkjamönnum í Los Angeles.

Diego Jóhannesson spilar með Real Oviedo í spænsku b-deildinni og hafði sýnt því mikinn áhuga að spila fyrir íslenska landsliðið. Faðir hans er Íslendingur en móðir hans er Spánverji.

Real Oviedo gerði 2-2 jafntefli við CD Lugo um helgina og lagði Diego þá upp seinna marka liðsins en komst í 2-0 í upphafi leiks.

Það er hægt að sjá stoðsendingu Diego í myndbandinu í þessari frétt en stoðsendingin hans kemur eftir 30 sekúndur.  

Spænska félagið Real Oviedo fagnaði vali Diego Jóhannesson á Twitter-síðu og birti mynd af honum eins og sjá má hér fyrir neðan.
rset="utf-8">
Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Real Oviedo gleđst yfir vali Diego á Twitter-síđu sinni
Fara efst