Fótbolti

Real Madrid vann þrátt fyrir skelfileg markmannsmistök Navas

Stefán Árni Pálsson skrifar
Cristiano Ronaldo er kominn með 18 mörk í spænsku úrvalsdeildinni í vetur.
Cristiano Ronaldo er kominn með 18 mörk í spænsku úrvalsdeildinni í vetur. vísir/getty
Real Madrid vann góðan sigur á Real Betis í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Leikurinn fór 2-1 fyrir heimamenn en hann fór fram á Santiago Bernabeu. 

Þetta byrjaði ekki vel fyrir Real Madrid en Keylor Navas gerði sig sekan um skelfileg markmannsmistök á 25. mínútu og komst því Real Betis yfir. 

Sjá einnig: Sjáðu Keylor Navas gera markmannsmistök ársins



Cristiano Ronaldo jafnaði metin fyrir Real Madrid rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og var staðan 1-1 eftir 45 mínútur. 

Ral var betri aðilinn í þeim síðari og fékk Piccini, leikmaður Real Betis, sitt annað gula spjald og þar með rautt á 78. mínútu. Þetta nýtti Real Madrid sér og skoraði Sergio Ramos annað mark liðsins á 81. mínútu og niðurstaðan 2-1 sigur Real Madrid. 

Liðið er því komið í efsta sæti deildarinnar með 62 stig, tveimur stigum meira en Barcelona og liðið á leik til góða. 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×