Fótbolti

Real Madrid tryggir sér þjónustu Modric næstu árin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Modric er lykilmaður hjá Real Madrid.
Modric er lykilmaður hjá Real Madrid. vísir/getty
Króatíski miðjumaðurinn Luka Modric hefur skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við Evrópumeistara Real Madrid. Nýi samningurinn gildir til ársins 2020.

Real Madrid keypti Modric frá Tottenham sumarið 2012 og Króatinn hefur síðan þá leikið 180 leiki og skorað 11 mörk fyrir spænska stórliðið.

Modric, sem er 31 árs, hefur verið í lykilhlutverki hjá Real Madrid frá því hann kom til liðsins.

Hann vann Meistaradeild Evrópu með Real Madrid 2014 og 2016, spænsku bikarkeppnina 2014 og varð heimsmeistari félagsliða 2014. Modric á hins vegar enn eftir að vinna spænsku deildina með liðinu.

Real Madrid er í 2. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar eftir átta umferðir og er með sjö stig eftir þrjár umferðir í sínum riðli í Meistaradeild Evrópu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×