Fótbolti

Real Madrid setti félagsmet

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Real Madrid hefur aðeins tapað tveimur leikjum af 51 undir stjórn Zinedines Zidane.
Real Madrid hefur aðeins tapað tveimur leikjum af 51 undir stjórn Zinedines Zidane. vísir/getty
Real Madrid setti félagsmet í gærkvöldi þegar liðið vann 3-2 sigur á Deportivo La Coruna á heimavelli.

Real Madrid hefur nú leikið 35 leiki í öllum keppnum án þess bíða ósigur. Gamla metið var frá tímabilinu 1988-89 þegar Real Madrid lék 34 leiki í röð án þess að tapa.

Real Madrid tapaði síðast fyrir Wolfsburg í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu 6. apríl síðastliðinn. Síðan þá hafa Madrídingar leikið 35 leiki, unnið 24 og gert níu jafntefli. Markatalan er 94-31.

Real Madrid hefur aðeins tapað tveimur af 51 leik undir stjórn Zinedine Zidane sem tók við liðinu í byrjun þessa árs. Á þessu ári hans við stjórnvölinn hefur Real Madrid unnið Meistaradeild Evrópu og Ofurbikar Evrópu.

Real Madrid er ósigrað í 27 deildarleikjum í röð en Barcelona á metið (39 leikir).

Það munaði litlu að Real Madrid fengi ekkert út úr leiknum gegn Deportivo í gær. Liðið var 1-2 undir þegar sex mínútur voru eftir en þökk sé mörkum frá Mariano Díaz og Sergio Ramos fengu Evrópumeistararnir öll stigin þrjú.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×